Samtökin
ASSITEJ á Íslandi hefur verið starfrækt allt frá árinu 1990 og hefur haft það að markmiði að standa vörð um leikhús fyrir börn með því m.a. að efla samskipti listafólks sem starfar á þessum vettvangi á Íslandi og hvetja það til alþjóðlegs samstarfs.
Íslandsdeild samtakanna hefur m.a. staðið fyrir alþjóðlegum vinnusmiðjum, tekið þátt í norrænu samstarfi, sent fulltrúa á námskeið og vinnusmiðjur og hefur haft milligöngu um val á íslenskum sýningum á erlendar leiklistarhátíðir.
Kjarni starfseminnar hérlendis frá árinu 2013 hefur verið UNGI alþjóðleg sviðslistahátíð fyrir börn sem er haldin annað hvort ár. Hátíðin er sjálfstæð en haldin samhliða og í góðu samstarfi við Barnamenningarhátíð í Reykjavík. Hátíðin hefur markað sér sess í menningarlífi borgarinnar.
Bjóðum börnum í leikhús
Stjórn ASSITEJ
Formaður: Lárus Vilhjálmsson
Stjórnarmeðlimir: Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir, Jóakim Meyvant Kvaran, Þórhallur Sigurðsson og Emilía Antonsdóttir Crivello