Assitej á Íslandi
Samtök sviðslistahópa og leikúsa fyrir unga áhorfendur
Helvetica Light is an easy-to-read font, with tall and narrow letters, that works well on almost every site.

Stjórn ASSITEJ á Íslandi er mikil ánægja að tilkynna að UNGI 2026 fer fram dagana 23. - 26. apríl næstkomandi samhliða Barnamenningarhátíð í Reykjavík. Hátíðinni hefur svo sannarlega verið vel tekið undanfarin ár og hefur gestum fjölgað ár frá ári. Hátíðin er að þessu sinni með sterka norræna/baltneska nærveru og eru erlendu sýningarnar þaðan. Eins verður haldið málþing og vinnustofur um sviðslistamenntun á Norðurlöndunum og Baltnesku löndunum. Við hlökkum því svo sannarlega til að blása til hátíðar í níunda sinn!
Sýningar og smærri viðburðir
Við óskum eftir sýningum frá sjálfstæðum leikhópum sem hafa verið frumsýndar frá 2023. Til að koma til greina þarf verkið að hafa verið sýnt af hópi fagfólks í sviðslistum, á opinberum vettvangi og upptaka af verkinu eða nákvæm lýsing þarf að vera til staðar.
Auk hefðbundinna sviðsverka hefur UNGI boðið upp á smærri viðburði, námskeið og uppákomur af ýmsu tagi á hátíðinni og bjóðum við félagsmönnum okkar að senda einnig inn hugmyndir að slíkum viðburðum.
Viðburðir sem koma til greina eru t.m.a. sögustundir, vinnusmiðjur, leiklestrar, leikrænir gjörningar eða verk í vinnslu unnir af fagfólki í sviðslistum sem eru ætlaðir börnum og ungum áhorfendum.
Með umsókn skal fylgja:
Nafn leikhóps/listamanns og viðburðar.
-
Upplýsingar um aðstandendur.
-
Lengd viðburðar.
-
Lýsing á viðburði.
-
Hlekkur á upptöku verksins eða nákvæm lýsing á viðburðinum.
-
Ljósmynd/ir í góðri upplausn.
-
Stærð rýmis og tæknikröfur. Uppsetningar- og niðurtökutími ef á við.
-
Fjöldi áhorfenda/þátttakenda ef á við.
Umsóknarfrestur er til
20. október 2025.
Umsóknir sendist á netfangið: ungifestival@gmail.com
Fyrirspurnum svarar:
Lárus Vilhjálmsson á ungifestival@gmail.com
Leiðarljós UNGA -
Sviðslistahátíðar Assitej fyrir börn og unga áhorfendur
* Að bjóða börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra upp á sviðslistahátíð á tveggja ára fresti þar sem boðið er upp á gott úrval innlendra og erlendra sýninga við þeirra hæfi.
* Að styrkja starfsemi íslenskra sviðslistahópa og leikhúsa sem gera sýningar fyrir börn með því að beina kastljósinu að því sem vel er gert og kynna verkefni þeirra innlendum áhorfendum, erlendum hátíðahöldurum og sviðslistafólki allstaðar úr heiminum.
* Að skapa tækifæri fyrir erlenda sviðslistahópa sem gera sýningar fyrir börn og unga áhorfendur til þess að sýna á Íslandi og skapa þannig faglegt samtal milli íslensks og erlends listafólks sem vinna að sviðslistum fyrir börn og unga áhorfendur.
* Að auka faglegan metnað og framboð á sviðslistum fyrir börn og unga áhorfendur á Íslandi.

Umsókn

Samtökin
ASSITEJ á Íslandi hefur verið starfrækt allt frá árinu 1990 og hefur haft það að markmiði að standa vörð um leikhús fyrir börn með því m.a. að efla samskipti listafólks sem starfar á þessum vettvangi á Íslandi og hvetja það til alþjóðlegs samstarfs.
Íslandsdeild samtakanna hefur m.a. staðið fyrir alþjóðlegum vinnusmiðjum, tekið þátt í norrænu samstarfi, sent fulltrúa á námskeið og vinnusmiðjur og hefur haft milligöngu um val á íslenskum sýningum á erlendar leiklistarhátíðir.
Kjarni starfseminnar hérlendis frá árinu 2013 hefur verið UNGI alþjóðleg sviðslistahátíð fyrir börn sem er haldin annað hvort ár. Hátíðin er sjálfstæð en haldin samhliða og í góðu samstarfi við Barnamenningarhátíð í Reykjavík. Hátíðin hefur markað sér sess í menningarlífi borgarinnar.

Bjóðum börnum í leikhús
Stjórn ASSITEJ
Formaður og framkvæmdastjóri
Lárus Vilhjálmsson
Stjórnarmeðlimir: Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir, Jóakim Meyvant Kvaran, Þórhallur Sigurðsson og Emilía Antonsdóttir Crivello